Opnað fyrir tilnefningar kynseginfólks í íþróttakjöri Kópavogs

Íþróttaráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu Pírata um breyttar reglur um kjör á íþróttafólki ársins. Nú er í fyrsta sinn opnað fyrir tilnefningar kynsegin fólks en hingað til hefur aðeins verið hægt að tilnefna konur og karla.
,,Þetta er tímabært framfaraskref sem skapar vonandi aukið rými fyrir, og eflir þáttöku, stálpa og kvára í íþróttum,” segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi og oddvita Pírata.

Kópavogur fyrst sveitarfélaga

,,Ég held að við séum fyrsta sveitarfélagið til þess að ráðast í þessar mikilvægu breytingar og vona að önnur sveitarfélög taki Kópavogsbæ til fyrirmyndar og vinni þannig að aukinni inngildingu í íþróttahreyfingunni,” segir hún, en um þessar mundir er verið að kalla eftir tilnefningum frá íþróttafélögunum í þremur flokkum um þessar. Kjör íþróttafólks ársins 2023 munu fara fram í byrjun janúar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar