Opið hús um nýjan hjólastíg um Kópavogsháls

Opið hús um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg um Kópavogsháls verður í dag, miðvikudaginn 29.maí frá 16.30 til 17.30 í Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1.

Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg.

Á opna húsinu verður hægt að skoða tillöguna og spyrja starfsfólk og ráðgjafa um efni hennar.

Skipulagssvæði deiliskipulagsins nær frá undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal að Skjólbraut, um 600 metra vegalengd.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt, málsnúmer 583/2024 eigi síðar en 28.júní 2024.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins