Ólafur Þór og Ásta leiða VG í Kópavogi

Vinstri græn í Kópavogi kynntu í kvöld þau sem verða í efstu sex sætum framboðslista hreyfingarinnar í Kópavogi í sveitastjórnarkosningunum í vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VG.
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi alþingismaður leiðir listann. Í öðru sæti er Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og henni á hæla er Anna Sigríður Hafliðadóttir markaðssérfræðingur.

Ræddu stríðið í Úkraínu

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, var sérstakur gestur fundarins og ræddi hann afstöðu ólíkra flokka í Evrópu til stríðsins í Úkraínu, en hann var nýkominn heim frá ferð sinni í Evrópu.
Vinstri græn munu á laugardag halda sveitarstjórnarráðstefnu á Hótel Natura í Reykjavík og munu þar fulltrúar framboða og félagar hreyfingarinnar víða um land skipuleggja kosningabaráttuna sem framundan er.

Efstu sex sæti listans skipa:

  1. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir.
  2. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi.
  3. Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur.
  4. Ársæll Már Arnarsson, prófessor.
  5. Ásbjörn Þ. Björgvinsson, ferðamálafrömuður.
  6. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar