Sviðsverkið „Sérðu það sem ég sé” verður frumsýnt í kvöld, miðvikudaginn 2. ágúst kl. 20:00 í Molanum ungmennahúsi við Hábraut 2. Verkið var unnið í skapandi sumarstörfum í Kópavogi í sumar af leikhópnum Hlæja og gráta en leikhópinn skipa þau Katla Yamagata og Grímur Smári Hallgrímsson.
Sýningin setur sambönd fólks við skjái í kómískt og fagurfræðilegt samhengi. Að sögn leikhópsins munu áhorfendur komast að sannleika um þeirra nánustu sambönd, við iphone og aðra ástvini.
Aðgangur er ókeypis en gestir vinsamlegast beðnir um að skrá komu sína í gegnum þennan hlekk:
http://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfhWlRUL1Dvb7nJ_eAyg-7bubs7GHFfs4Z4bhgs6F5mD1bP3g/viewform?fbclid=IwAR0DzdwgVw3zISN12hGrjO_WubUkP1gxQJo0fMmhZaKquZthek6Ptt5_E-4
Sýningin er ekki við hæfi barna.