Nýtt hjóna- og paranámskeið í Lindakirkju

Mánudaginn 21. febrúar 2022 hefst sjö vikna hjóna- og paranámskeið í Lindakirkju.

Hjónanámskeiðin í Lindakirkju hafa notið mikilla vinsælda og skorað hátt í könnun þátttak-enda sem gerð er í lok hvers námskeiðs.

Hjónanámskeiðið hefst á ljúffengum kvöldverði kl. 18.00 og lýkur stundvíslega kl. 21:00.

Eftir kvöldverðinn er horft á fræðsluþátt. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að þættirnir hafa nú verið endurskoðaðir og endurgerðir á glæsilegan hátt með íslenskum texta og nýrri verkefnabók.
Að þættinum loknum vinna pörin saman, eingöngu í einrúmi.

Uppbygging námskeiðsins miðar að því að hjálpa pörum að setja fókus á sambandið og tengslamyndun. Þættirnir sjö byggja þannig á þáttum sem

rannsóknir sýna að nauðsynlegt sé að hlúa að. Farið er í mikilvægi þess að byggja góðan grunn, listina að tjá sig og hvernig við leysum úr ágreiningi. Fyrirgefningin og máttur hennar er skoðaður. Fjallað er um foreldra og tengdaforeldra og tengslin við þau í fortíð og nútíð. En einnig eru mikilvægir lestrar um kynlíf sem og gildi þess að sýna ást sína í verki.

Kostnaður er aðeins kr. 4000- á par/hjón hvert kvöld, eða kr. 28.000- fyrir allt námskeiðið. Innifalið: kvöldverður, vinnubók og fræðsla.

Nánari upplýsingar og skráning á lindakirkja.is, lindakirkja@ lindakirkja.is eða í síma 544 4477.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins