Nú er rétti tíminn!

Miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 heldur Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum erindi um sáningu og ræktun algengra og auðræktanlegra krydd- og matjurta á Bókasafni Kópavogs. Sagt er frá mismunandi tegundum og afbrigðum og á hvaða árstíma er vænlegast að sá til hverrar tegundar. Þátttakendur fá fræðslu um hvaða ræktunaraðstæður og hvaða aðföng þarf til að ná góðum ræktunarárangri. Fjallað verður um ferlið frá sáningu að neyslu og geymslu, ræktunaraðstæður og aðföng, tegundaval, undirbúning jarðvegs, umhirðu, áburð og vökvun.

Viðburðurinn fer fram í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins