Norrænn vinalundur vex úr grasi í Kópavogi

Kópavogsbúar sem eiga leið um Fossvoginn hafa vonandi tekið eftir því að þar er að vaxa úr grasi Norræni vinalundurinn. Hann var gróðursettur í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi árið 2022. Þessi lundur er staðsettur á móts við Fossvogsskóla við enda Álfatúns í Kópavogi. Lundurinn tengist fræðslu um Norðurlönd með tilvísun á QR-kóða.

Árlega þarf að hlúa að lundinum, enda eins og gengur hefur veður og vindur haft áhrif viðgang trjánna. Þann 13. Júní sl. mætti góður hópur félaga til árlegra umhirðu. Framvinda trjánna er ágæt. Meðal félaga var sendiherra Noregs, Cecilie Annette Willoch, og aðstoðar kona henna hin hálf íslenska Embla Sveinsdóttir (sjá mynd). Þær tók sig til og hlúðu sérstaklega að rauðgreninu sem í lundinum er fulltrúi Noregs.

Í Vinalundinum eru eftirfarandi tré, dæmigerð tré fyrir hvert Norðurlanda:

• Hafþyrni – fyrir Álandseyjar
• Beiki – fyrir Danmörku
• Hengibjörg – fyrir Finnland
• Rjúpnavíðir fyrir Grænland (salix glanca)
• Gulvíðir (brekkurvíðir) – fyrir Færeyjar
• Birki (embla) og ilmreynir – fyrir Ísland
• Rauðgreni – fyrir Noreg
• Skógarfura – fyrir Svíþjóð

Forsíðumynd: Norski sendiherrann í Norræna vinalundinum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar