Nemendur völdu nöfnin Kársnesskóli og Barnaskóli Kársness

Niðurstaða kosninga um nöfn á skóla á Kársnesi liggja fyrir en það voru nemendur skólans sem völdu nöfnin.

Skólinn við Vallagerði mun áfram heita Kársnesskóli en nýr skóli við Skólagerði fær nafnið Barnaskóli Kársness. Í þeim síðarnefnda verður leikskóli og fyrstu fjórir bekkir grunnskóla en í þeim fyrrnefnda börn í 5. til 10. bekk.

Góð þátttaka var í kosningunni en 463 nemandi af 670 kaus, eða um 70% nemenda. Kallað var eftir tillögum að nöfnum frá skólasamfélaginu og íbúum á Kársnesi en skólaráð valdi fimm nöfn fyrir hvorn skóla fyrir sig sem kosið var um.

Niðurstaða kosninganna er bindandi samkvæmt ákvörðun menntaráðs Kópavogs.

Barnaskóli Kársness tekur formlega til starfa næsta haust í nýju húsnæði við Skólagerði. Skólastjóri hans verður Heimir Eyvindarson sem þegar hefur tekið til starfa. Skólastjóri Kársnesskóla verður Björg Baldursdóttir sem er skólastjóri núverandi Kársnesskóla. 

Forsíðumynd: Nýr skóli við Skólagerði fær nafnið Barnaskóli Kársness.



Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins