Náttúra og sálarheill í Menningu á miðvikudögum

Páll Líndal fjallar um sálræn áhrif náttúrunnar á andlega heilsu í Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 14.september kl. 12:15

Í erindinu verður fjallað um hvernig náttúran getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan.

Einnig verður horft til grænna og blárra svæða, og gluggað í áhrif veðurs á upplifun okkar og líðan.

Páll Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi.

Aðgangur á erindið er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Mynd: Páll Líndal

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar