Næturfrost olli seinkun á afhendingu grænmetis í skólagörðum Kópavogs

Eins og undanfarin sumur býður Kópavogsbær upp á skólagarða fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára.  Í skólagörðum fá börn tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti bæði með hjálp foreldra sinna og undir leiðsögn starfsmanna skólagarðanna.

Garðarnir eru við Víðigrund, Dalveg og á glænýjum stað í Guðmundarlundi. Í Guðmundarlundi hefur verið komið upp frábærri nýrri aðstöðu og er það kjörin staður fyrir fjölskyldur að koma saman og rækta grænmeti og eiga svö góða stund í kjölfarið.

Sökum nætursfrost á dögunum seinkaði afhending grænmetis og kom því grænmeti ekki í garðana fyrr en í í þessari viku. Engu að síður gátu börnin og foreldrar þeirra komið í garðana og byrjað að undirbúa þá undir gróðursetningu.

Starfsfólk frá Kópavogsbæ eru á svæðinu milli klukkan 12 og 18 alla virka daga til 14. júní.

Eftir það verður opið frá 8 til 16 alla virka daga nema föstudaga þegar opið verður frá 8 til 13.

Skráning í skólagarða er á sumar.kopavogur.is/skolagardar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins