Mýkt og hlýja í þæfðri ull á Bókasafni Kópavogs 2.-30. nóvember

Kamma Níelsdóttir sýnir þæfð ullarverk í fjölnotasal aðalsafns. Til sýnis verða silkiskreytt ullarsjöl og renningar, ullarskúlptúrar í mynd íslenskra fjalla, álfahúfur, landnámshænur, öskupokar og fleira skemmtilegt sem Kamma hefur þæft. Íslenska ullin er meginefniviðurinn og tilgangurinn er að gæða umhverfið mýkt og umvefja það hlýju. 

Kamma þæfir og hannar úr ull og hefur einnig fengist við glerlist, keramik og fleira. Eftir að hún hætti störfum gaf hún sig meira að eigin listsköpun og hefur glatt fjölda fólks með listaverkum sínum síðustu fimmtán árin. Hún hefur verið virk í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, frá árinu 2013. 

Sýningin stendur til og með 30. nóvember og eru öllum innilega velkomið að kíkja við og njóta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar