MOVE | Sumarjazz í Salnum

MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar, kemur fram í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum á morgun, fimmtudaginn 27. júní kl. 17-18. Kvartettinn skipa Eyþór Gunnarsson á hljómborð og píanó, Óskar Guðjónsson á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías M. D. Hemstock á trommur og slagverk.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar til sölu.

Sumarjazz í Salnum sumarið 2024

27. júní: MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar
4. júlí: Tríó Kristjönu Stefánsdóttur
11. júlí: Kvartett Edgars Rugajs
18. júlí: Los Bomboneros

Sumarjazz í Salnum er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar