Mögnuð upplifun

Fjölmiðlun var boðið í heimsókn í nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi í dag, en hið magnaða baðlón verður opnað formlega að morgni föstudags 30 apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem leyft er að mynda í baðlóninu og upplifunin er algjörlega mögnuð.

Baðlónið er ein stærsta framkvæmd sem tengist ferðageiranum hér á landi í seinni tíð. Áætlaður framkvæmdakostnaður þess um fimm milljarðar króna. Baðlónið mun  skapa 110 ný störf. 
Opnunin á baðlóninu kemur á góðum tíma þar sem ferðamannaiðnaðurinn er nú líklegur til að blómstra á nýjan leik hér á landi eftir erfiða tíma vegna Covid-19.

Gufanbaðið er engu líkt með ótrúlegu útsýni
Kaldi potturinn er 10 gráður og minnir á Snorralaug

Baðlónið ekki síður fyrir Íslendinga en erlenda ferðamenn

Baðlónið er ekki síður hugsað fyrir Íslendinga en erlenda ferðamenn og staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu býður upp á mikla möguleika.

Mjög mikið hefur verið lagt í baðlónið eins og myndirnar sína og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti.Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í sér­ís­lenskan ævin­týra­heim innan um einstaka náttúru með magnað út­sýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuð­borgar­svæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu.

Heiða kynnti fyrir fjölmiðlamönnun baðsölt en Sky Lagoon er með sér bað- og snyrtivörulínu
Barinn og veitingastaðurinn er eðal
Aðkoman í Sky Lagoon er einstök eins og allt annað í hinu nýja og glæsilega baðlóni á Kársnesinu sem verður opnað á morgun, föstudag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins