Fjölmiðlun var boðið í heimsókn í nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi í dag, en hið magnaða baðlón verður opnað formlega að morgni föstudags 30 apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem leyft er að mynda í baðlóninu og upplifunin er algjörlega mögnuð.
Baðlónið er ein stærsta framkvæmd sem tengist ferðageiranum hér á landi í seinni tíð. Áætlaður framkvæmdakostnaður þess um fimm milljarðar króna. Baðlónið mun skapa 110 ný störf.
Opnunin á baðlóninu kemur á góðum tíma þar sem ferðamannaiðnaðurinn er nú líklegur til að blómstra á nýjan leik hér á landi eftir erfiða tíma vegna Covid-19.
Baðlónið ekki síður fyrir Íslendinga en erlenda ferðamenn
Baðlónið er ekki síður hugsað fyrir Íslendinga en erlenda ferðamenn og staðsetningin á höfuðborgarsvæðinu býður upp á mikla möguleika.
Mjög mikið hefur verið lagt í baðlónið eins og myndirnar sína og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti.Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu.