Mikil nýliðun í bæjarstjórn Kópavogs

Eftir að lokatölur lágu fyrir í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi 11. maí sl. kom í ljós að sjö nýir bæjarfulltrúar munu setjast í bæjarstjórn kjörtímabilið 2022-2026, þannig að það er mikil nýliðun í bæjarstjórn Kópavogs.

Helsta ástæðan fyrir breytingunum er sú að margir núverandi bæjarfulltrúar ákváðu að gefa ekki kost á sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 11. maí sl., en aðeins einn bæjarfulltrúi af þessum sjö gaf kost á sér, en það var Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem bauð sig nú fram undir merkjum Miðflokksins og náði ekki kjöri, en hún var áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er fólkið í bæjarstjórn Kópavogs 2022-2026 sem bæjarbúar treysti á að vinni ötulleg að góðum málum fyrir íbúa Kópavogs. Feitletruðu nöfnin eru nýir bæjarfulltrúar.

Orri Vignir Hlöðversson Framsóknarflokki – framkvæmdastjóri
Sigrún Hulda Jónsdóttir Framsóknarflokki – leikskólastjóri
Theódóra S. Þorsteinsdóttir Viðreisn – bæjarfulltrúi
Ásdís Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki – Hagfræðingur
Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki – Bæjarfulltrúi
Andri Steinn Hilmarsson Sjálfstæðisflokki (Varabæjarfulltrúi/aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Hannes Steindórsson Sjálfstæðisflokki – Fasteignasali
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírati – Sálfræðingur
Bergljót Kristinsdóttir Samfylkingunni – Bæjarfulltrúi
Helga Jónsdóttir Vinir Kópavogs – fyrrverandi borgarritari og bæjarstjóri
Kolbeinn Reginsson Vinir Kópavogs – Líffræðingur

Forsíðumynd. Nýir bæjarfulltrúar og oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, Ásdís og Orri, en þeir sitja nú við samningsborðið og vinna í nýjum málsefnasamningi meirihlutans.

Vinir Kópavogs! Helga Jónsdóttir, fyrir miðju og Kolbeinn Reginsson, annar frá hægri, eru nýir bæjarfulltrúar.
Sigrún Hulda Jónsdóttir Framsóknarflokki
Andri Steinn Hilmarsson
Hannes Steindórsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar