Eftir að lokatölur lágu fyrir í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi 11. maí sl. kom í ljós að sjö nýir bæjarfulltrúar munu setjast í bæjarstjórn kjörtímabilið 2022-2026, þannig að það er mikil nýliðun í bæjarstjórn Kópavogs.
Helsta ástæðan fyrir breytingunum er sú að margir núverandi bæjarfulltrúar ákváðu að gefa ekki kost á sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 11. maí sl., en aðeins einn bæjarfulltrúi af þessum sjö gaf kost á sér, en það var Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem bauð sig nú fram undir merkjum Miðflokksins og náði ekki kjöri, en hún var áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er fólkið í bæjarstjórn Kópavogs 2022-2026 sem bæjarbúar treysti á að vinni ötulleg að góðum málum fyrir íbúa Kópavogs. Feitletruðu nöfnin eru nýir bæjarfulltrúar.
Orri Vignir Hlöðversson Framsóknarflokki – framkvæmdastjóri
Sigrún Hulda Jónsdóttir Framsóknarflokki – leikskólastjóri
Theódóra S. Þorsteinsdóttir Viðreisn – bæjarfulltrúi
Ásdís Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokki – Hagfræðingur
Hjördís Ýr Johnson Sjálfstæðisflokki – Bæjarfulltrúi
Andri Steinn Hilmarsson Sjálfstæðisflokki (Varabæjarfulltrúi/aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Hannes Steindórsson Sjálfstæðisflokki – Fasteignasali
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírati – Sálfræðingur
Bergljót Kristinsdóttir Samfylkingunni – Bæjarfulltrúi
Helga Jónsdóttir Vinir Kópavogs – fyrrverandi borgarritari og bæjarstjóri
Kolbeinn Reginsson Vinir Kópavogs – Líffræðingur
Forsíðumynd. Nýir bæjarfulltrúar og oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, Ásdís og Orri, en þeir sitja nú við samningsborðið og vinna í nýjum málsefnasamningi meirihlutans.



