Miðgildi heildartekna fimmta hæst í Kópavogi eða 7,3 milljónir króna

Miðgildi heildartekna var fjórða hæst í Kópvogi, eða 7,3 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar, sem birtar voru á dögunum, en miðgildi heildartekna er hæst í Garðabæ, eða tæpar 7,9 milljónir króna.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru tæpar 8,4 milljónir króna að meðaltali árið 2022, eða rétt tæpar 700 þúsund krónur á mánuði. Það er um 9% hækkun frá fyrra ári, sé horft til verðlagsleiðréttingar var raunhækkunin um 0,6%. Miðgildi heildartekna var um 6,6 milljónir króna á ári, sem sýnir að helmingur einstaklinga var með heildartekjur undir 554 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna var 10,7%, en með tilliti til raunhækkunar var hækkunin 2,2%.

Meðaltal atvinnutekna var um 5,8 milljónir, meðaltal fjármagnstekna um 0,8 milljónir króna og meðatal annarra tekna um 1,7 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna.

Sveitarfélögum á Íslandi fækkaði um 5 í jafnmörgum sameiningum á árinu 2022, voru þau því 64 í lok ársins. Miðgildi heildartekna var hæst í Garðabæ, eða tæpar 7,9 milljónir og rúmar 7,8 milljónir króna á Seltjarnanesi, tæpar 7,4 milljónir króna í í Kópavogi og Fjarðarbyggð, 7,3 milljónir í Kópavogi og í Reykjavík rúmlega 6,9 mill-jónir króna. Fjórtán sveitarfélög höfðu miðgildi heildartekna undir 6 milljónum króna og eitt var undir 5 milljónum króna.

Sé horft til meðaltals heildartekna þá er það hærra en miðgildi, tæpar 10,6 milljónir í Garðabæ og á Seltjarnanesi. Í Reykjavík er meðaltal heildartekna tæpar 8,3 milljónir króna og 8,5 milljónir króna í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, meðan áðurnefnt landsmeðaltal er 8,4 milljónir króna. Þrettán sveitarfélög hafa meðal heildartekjur undir 7 milljónum króna og eitt þeirra undir 6 milljónum króna.

Um tekjutölfræði úr skattframtölum

Hagstofan hefur uppfært ítarlegt talnaefni um tekjur einstaklinga fyrir tímabilið 1990 til 2022 sundurliðað eftir sveitarfélögum, aldri og kyni. Talnaefnið inniheldur upplýsingar um heildar-, atvinnu-, fjármagns- og ráðstöfunartekjur ásamt öðrum tekjum og sköttum þar sem sýnd eru meðaltöl, miðgildi, deifingar og fjöldi.
Talnaefnið byggir á skattframtölum einstaklinga, 16 ára og eldri, sem eru skattskyldir hér á landi og skilað hafa framtali til Ríkisskattstjóra. Undanskildir eru þeir sem eru með handreiknað framtal, með áætlaðar tekjur, létust á árinu eða eru búsettir erlendis samkvæmt þjóðskrá. Gögnin eru samanburðarhæf á milli ára þar sem beitt er samræmdum aðferðum frá ári til árs en vakin er athygli á því að forskráning gagna í skattframtöl hefur aukið upplýsingagæði hin síðari ár og getur það haft áhrif á samanburð.

Mynd: Miðgildi heildartekna eftir sveitarfélögum árið 2022 má sjá á myndinni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar