Messías: Jólatónleikar Cauda Collctive

Á jólatónleikum Cauda Collective í Salnum þann 6.desember næstkomandi kl.20:00, verður flutt hátíðleg jólatónlist, ný og gömul, fyrir kammersveit og sönghóp.

Tónleikarnir hefjast á nýrri útgáfu kafla úr verkinu Adest Festum, sem þær Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir, sömdu út frá stefjabrotum úr tíðasöngvum Þorláks helga. Þorlákur var biskup í Skálholti á 12. öld og eru Þorlákstíðir með elstu nótnahandritum sem varðveist hafa á Íslandi. Þá verður fluttur fyrsti af þremur þáttum úr óratoríunni Messías sem Händel skrifaði um líf og dauða Jesú. Fyrsti hlutinn er endursögn af jólaguðspjallinu og verður á þessum tónleikum fluttur af fjórum einsöngvurum, sem einnig syngja kórkaflana, auk lítillar kammersveitar. 

Í lok tónleikanna gefst gestum tækifæri til að syngja jólasálma ásamt einsöngvurunum við undirleik hljómsveitarinnar.

Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum. Hlutverki flytjandans er ögrað; hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur og vinnur þvert á miðla. Hópurinn leitar nýrra leiða til að túlka gamla tónlist í samtali við nútímann, gjarnan með hjálp annarra listforma. Cauda Collective hefur komið fram á Sígildum sunnudögum í Hörpu, Sumartónleikum í Skálholti, Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Centre Pompadour í Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. Í starfi Cauda Collective er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumflutt fjölda nýrra tónverka. Hópurinn vinnur einnig í samsköpun nýjar útsetningar á ýmis konar tónlist sem ekki tilheyrir klassískri tónlist, má þar nefna samstarfsverkefni með Mugison á 10 ára afmæli Haglél og hljómplötuna Adest Festum sem kom út árið 2021 og inniheldur nýja nálgun Cauda Collective á einu elsta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíðum. Cauda Collective hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja, m.a. úr Starfslaunasjóði listamanna, Tónlistarsjóði og Styrktarsjóði SUT og RH. Cauda Collective hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum flytjandi ársins, hópar: sígild og samtímatónlist, og platan Adest Festum hlaut tilnefningu fyrir bestu plötu í flokki þjóðlagatónlistar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins