MEKÓ hefur fengið til liðs við sig þrjú ungmenni í gegnum Vinnuskóla Kópavogsbæjar.
Krummi, Bjarki og Linda eru 16-17 ára gömul og eru öll búsett í Kópavogi. Á veturna stunda þau nám við Versló og FG og nú næstu 5 vikurnar munu þau bjóða upp á skemmtilega viðburði í menningarhúsunum. Viðburðirnir eru ætlaðir ungu fólki og verða fimmtudagana 6/7, 13/7 og 20/7.
Nú þegar hafa þau verið með tvo viðburði sem tókust vel. 22. júní var boðið upp á MEKÓ crew ratleik og 29. júní sl. var haldinn fataskiptamarkaður.
Á morgun, fimmtudaginn 6. júlí verður boðið upp á MEKÓ crew grill og bíó, en þá munu gestir grilla saman og horfa á skemmtilega bíómynd í Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Svo verður einnig dagskrá 13/7 og 20/7 en hún verður kynnt síðar.