Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Mayoral býður upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn á aldrinum 0-12 ára. Mayoral er ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10.000 útsölustaði í yfir 100 löndum ásamt netverslun sem nær til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni. Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis á morgun, laugardaginn 1. mars. 2025 kl. 12:00.
Eitt virtasta barnafatamerki Evrópu með næstum 100 ára reynslu í greininni
Mayoral er virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan og tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10.000 útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu, sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali, lögðu fram af kostgæfni yfir 100 hönnuða sem leggja til fjölda nýrra lína barnafatnaðar ár hvert á hagkvæmu verði.

Skemmtilegt skref að opna á Íslandi
„Undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hefur sannarlega verið okkur ánægjulegt og spennandi. Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis!“, segir Juan Carlos Jimenez, yfirmaður alþjóðasviðs Mayoral.
Ný verslun í Smáralind og www.mayoral.is opnar 1. mars kl. 12:00
Verslun Mayoral í Smáralind, þar sem áður var Vodafone er um 100 m2 að stærð mun bjóða upp á nýjustu hugmyndafræði við hönnun verslana sem kynnt var fyrir um tveimur árum síðan þar sem notalegt verslunarrými er undirstrikað með náttúrulega ljósum efnivið með áherslu á sjálfbærni, fjölhæfni og tækni. Þetta nýja umhverfi stendur upp úr fyrir hlýju, ferskleika andrúmsloftsins og bjartri lýsingu. Uppbygging rýmisins byggist á forsendum vistvænnar hönnunar og hringrásarhagkerfisins og inniheldur þætti og húsgögn m.a. úr endurunnum efnum. Mayoral í Smáralind opnar kl. 12:00 þann 1. mars. 2025.
Mayoral hefur verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hefur selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og mun selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt ásamt Gina Tricot, opnast nú tækifæri til að gera vörum Mayoral mun betri skil með opnun fyrstu verslunar Mayoral, www.mayoral.is ásamt versluninni í Smáralind eins og fyrr segir.

Ungbarnafatnaður til unglingsstærða
Vöruúrval Mayoral samanstendur af Newborn línu sem er ungbarnafatnaður á 0-18 mánaða börn ásamt gjöfum og aukahlutum þar sem leitast er við að ná jafnvægi á milli nýjustu tískustrauma og þæginda, mýktar og gæða sem eru nauðsynleg fyrir barn á fyrstu mánuðum þess. Baby lína Mayoral samanstendur af fatnaði og aukahlutum fyrir 6 til 36 mánaða gömul börn og einkennist af fjölbreytilegum og þægilegum fatnaði án þess að missa sjónar af nýjustu tískustraumum og litum til að bjóða upp á hentugan fatnað við öll tækifæri. Í Mini línunni fyrir börn á aldrinum 2ja til 9 ára er viðkvæðið „Verum vinir“ í aðalhlutverki þar sem lífskraftur og ferskleiki bernskunnar eru í brennidepli. Litaglöðu flíkurnar samanstanda af heildstæðu útliti og þægilegum efnum fyrir daglegar óskir barna.
Viss um að Mayoral verði vel tekið af fjölskyldum landsins
„Við höfum fylgst með vörumerki Mayoral til margra ára og þegar tækifæri bauðst til að koma með alvöru Mayoral verslun hingað til Íslands ásamt netverslun mayoral.is urðum við strax spennt. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að Mayoral verði vel tekið af fjölskyldum landsins“, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Mayoral á Íslandi.
Samfélagsleg ábyrgð Mayoral
Mayoral Group virðir skuldbindingu sína við umhverfið, samfélagið og stjórnarhætti fyrirtækja (ESG) með verkefni undir kjörorðinu „Elskum jörðina!“ Það felst m.a. í áætlun um að á næsta ári verði um 50% af fatnaði fyrirtækisins framleidd með sjálfbærari hætti og úr sjálfbærari efnum en nú þegar uppfylla um 43% vöruúrvalsins þessi skilyrði. Mayoral er aðili að Sustainable Apparel Coalition (SAC), alþjóðlegu bandalagi um sjálfbæra framleiðslu í textíl-, skó- og fataiðnaðinum. Árið 2023 gekk hópurinn til liðs við alþjóðlega Better Cotton áætlunina, eina af helstu framtaksverkefnum sem stuðla að ábyrgari ræktun á bómull og notar FSC-vottaðan pappír í vörulistum sínum, verslunarpokum og fatamerkingum en Forest Stewardship Council (FSC) eru frjáls félagasamtök sem stuðla að umhverfislegri og hagkvæmri stjórnun á skóglendum heimsins.

Ný netverslun Mayoral.is ásamt nýrri verslun í Smáralind opna samtímis þann 1. mars. 2025 en hægt að fylgjast með á Instagram síðunni @mayoraliceland og Facebook @ Mayoral Iceland. Aðilar geta orðið vinir Mayoral á Íslandi á síðunni www.mayoraliceland.is.
Nokkrar lykilstaðreyndir um Mayoral Group:
Mayoral býður upp á barnafatnað ásamt fylgihlutum og skóm fyrir börn á aldrinum 0-12 ára ásamt unglingastærðum uppí 16 ára.
Mayoral starfrækir um 350 eigin verslanir og býður vörur sínar á yfir 10.000 útsölustöðum í yfir 100 löndum.
Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns og það selur um 31 millj. flíka ár hvert.


