Markmiðið er að fólk geti fengið allt í pakkann og jólamatinn hjá okkur – segir Gunnur Líf en Jólaappdagatal Nettó verður á sínum stað í desember

Jólaappdagatal Nettó er sérstakt jóladagatal sem verslunin býður upp í gegnum appið sitt þegar desember gengur í garð. Þetta er rafrænt dagatal sem fylgir hefðbundnum jóladagatölum, þar sem hægt er að opna einn glugga á dag frá 1. til 24. desember. Í hverjum glugga er svo boðið upp á einhverja vöru með allt að 40 til 50% afslætti.

Nettó byrjaði með þetta uppátæki, jólaappdagatal, fyrir jólin árið 2022 og það hefur heldur betur slegið í gegn enda geta viðskiptavinir Nettó í raun keypt allan jólamatinn og meira til með miklum afslætti. Þeir verða bara að fylgjast með á hverjum degi þegar nýr afsláttargluggi opnast.

Kópavogspósturinn/Garðapósturinn heyrði í Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaup, sem rekur m.a. verslunina Nettó um dagatalið og hvort jólaandinn væri alltaf á sveimi í verslunum Nettó á þessum árstíma.

Jólaappdagatal Nettó hefur slegið í gegn

Og Gunnur þá má heldur betur segja að þetta jólaappdagatal Nettó hafi slegið í gegn? ,,Þá það hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar, enda leggjum við metnað okkar í að dagatalið verði alltaf flottara og veglegra en árið á undan. Skráðir notendur á appinu eru núna um 82.000 talsins og þeir eru ekki aðeins að hagnast á appsláttartilboðum, heldur mynda öll innkaup í verslunum okkar inneign sem nemur 2% af heildarkaupverði og svo verður það 5% á Cyber Monday. En stóru appsláttartilboðin – eins og jólaappdagatalið – er náttúrlega það sem er mest spennandi á þessu ári,“ segir Gunnur Líf.

Jólaappdagatalið verður alltaf rótgrónari partur af jólunum hjá Samkaupum

Afslátturinn hefur verið 40-50% í gegnum árin af hinum ýmsum vörum hjá ykkur – þetta er raunsnarnlegur afsláttur – er hinn eini sanni jólaandi ávallt í verslunum Nettó fyrir jólin? ,,Þetta byrjaði náttúrlega sem ákveðin tilraun hjá okkur, að nýta þá möguleika sem appið býður upp á á skemmtilegan hátt. En eftir því sem árin líða og appdagatölunum fjölgar þá verður þetta alltaf rótgrónari partur af jólunum hjá okkur í Samkaupum. En þetta er ekki það eina sem við gerum skemmtilegt fyrir jólin, því í ár höfum við gefið hressilega í varðandi bóksölu. Titlarnir hafa aldrei verið fleiri, eða ríflega 200 talsins, og við höfum lagt sérstaka áherslu á barna- og unglingabækur. Og við erum staðráðin í að bjóða bækurnar á lægsta verðinu. Markmiðið er að fólk geti fengið allt í pakkann og jólamatinn hjá okkur.“

Starfsfólkið Nettó alltaf boðið og búið að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð

Það hræðir kannski einhverja að dagatalið er rafrænt, hvernig virkar það og er þetta flókið í framkvæmd og hvað þarf í raun að gera til að taka þátt? ,,Ég skil að þetta geti virkað framandi fyrir fólk sem ekki hefur kynnt sér appið og vildarkerfið, en starfsfólkið okkar er alltaf boðið og búið að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð. Þegar maður hefur einu sinni notað appið til að safna inneign þá gleymir maður því ekki í bráð. Þetta er í raun ekki flókið. Reynslan sýnir líka að eldra fólk er, ef eitthvað er, duglegra við að nota appið og safna inneign en þau sem yngri eru, þvert á það sem margur kynni að halda,“ segir hún.

Nóg til af kexi! Þessi unga dama naut sín vel í Nettó á dögunum

Viljum ekki gefa upp hvaða vörur verða í boði í dagatalinu

Viðskiptavinir ykkar sjá sér kannski leik á borði með því að kaupa í jólamatinn í gegnum jólaappdagatalið ykkar. En getur það treyst á að allar helstu jólavörurnar munu birtast í gluggunum í desember? ,,Við viljum ekki gefa upp hvaða vörur verða í boði í dagatalinu fyrr en að því kemur, en þarna verður að finna allar helstu nauðsynjar og lúxusmatvörur sem fólk þarf og vill hafa um jólin. Í fyrra vorum við með nautalundir, hamborgarhrygg, hangikjöt, humra, heila kalkúna, konfekt, sælgæti, gjafavörur og bækur. Allt á 30%-50% appslætti.“

Settu einhvers konar Íslandsmet í sölu á nautalundum í fyrra

Þetta er þriðja árið í röð sem þið erum með dagatalið, hvaða vörur hafa nú verið vinsælastar þessi fyrstu tvö ár, einhverjar vörur sem skera sig úr? ,,Ég held að við hljótum að hafa sett einhvers konar Íslandsmet í sölu á nautalundum í fyrra, en á einum degi seldum við fimm sinnum fleiri lundir en allan desember árið á undan. Þennan eina dag seldum við meira en 5.550 lundir og geri aðrir betur! Svo erum við með fallegar gjafavörur, sem gerir verslunarferðina í Nettó einstaklega skemmtilega þessa dagana.“ 

Og þú hvetur alla sem eru ekki nú þegar með Nettó-appið að hlaða því niður og fylgast vel með þegar hver gluggi opnar fram að jólum? ,,Besta leiðin til að grípa þessi tilboð og gera virkilega góð kaup fyrir jólin er að ná í appið og fylgjast svo með tilboðunum. Það munar hvern sem er um afslætti sem þessa.“ 

Jólin er sannkölluð hátíð á heimilinu

Og hvað segir svo Gunnur sjálf, er öll Nettó-fjölskyldan að komast í jólagírinn og hvað með hana sjálfa? ,,Ég var ekkert ógurlegt jólabarn sjálf, en það breyttist þegar ég fór sjálf að eignast börn og nú þegar ég er með barnaskara á aldrinum 2-16 ára þá eru jólin sannkölluð hátíð á heimilinu. Svo þegar maður vinnur í verslunum um jólin, þá er ekki annað hægt en að jólin eru komin inn á borð í júní – svo þá gerir maður allt til að skapa einstök jól fyrir alla okkar viðskiptavini.  Svo gerum við fjölskyldan sjálfsögðu öll okkar innkaup í Nettó,“ segir hún brosandi að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar