Margir Kópavogsbúar stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í Vinnuskóla Kópavogs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum. 

Undanfarna áratugi hefur Kópavogsbær boðið unglingum í elstu bekkjum grunnskóla störf í vinnuskóla og hafa margir Kópavogsbúar stigið þar sín fyrstu skref á vinnumarkaði. 

Helstu verkefnin eru snyrting og fegrun bæjarins en elstu unglingunum býðst einnig að vinna við aðstoðarstörf hjá ýmsum stofnunum og félögum í bænum. Um 1.300 nemendur tóku þátt í vinnuskólanum síðastliðið sumar.

Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. Skólinn er þó ekki einungis vinna heldur er þar líka félagslíf, eins og í öðrum skólum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins