Lýsir yfir vonbrigðum hve hægt gengur að uppfæra mælaborð barna

Á síðasta fundi bæjarráðs óskaði Theódóra S. Þorsteinsdóttir eftir að fá kynningu á stöðunni á mælaborði barna og lagði fram eftir farandi bókun ,,,Undirrituð lýsir yfir vonbrigðum með hversu hægt hefur gengið hjá félagsmálaráðuneytinu að uppfæra mælaborð barna sem þróað var í Kópavogi.
Jafnframt óskar undirrituð eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um hvernig innkaupum var háttað á gagnagrunni við upplýs ingasöfnun verkefnisins, sem og hvort kannanir verði með þeim hætti að þær verði saman-burðarhæfar við þær kannanir sem gerðar hafa verið síðustu ár í grunnskólum landsins.”

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði einnig fram bókun:
,,Undirritaður lýsir vonbrigðum sínum með hversu hægt hefur gengið hjá félagsmálaráðuneytinu að uppfæra mælaborð barna sem þróað var í Kópavogi og ráðuneytið tók yfir samkvæmt samkomulagi við Kópavogsbæ.
Undirritaður hvetur ráðuneytið til að hraða vinnu við mælaborð barna og gera það opið fyrir öll sveitarfélög, enda er mælaborðið mikilvægt tæki er varðar velferð barna á Íslandi.”

Í minnisblaði – mælaborði barna, kemur fram:

· Samkomulag milli barnamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Háskóla Íslands um fram-kvæmd æskulýðsrannsóknar var undirritað 23. september 2021 sem gildir til ársins 2026. Menntavísindasvið Háskóla Íslands mun fyrir hönd háskólans bera ábyrgð á fyrirlögn rannsóknarinnar.

· Rannsóknin byggir á grunni alþjóðlegu rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema (e. Health behaviours in School-Aged Children, HBSC) sem hefur verið framkvæmd á fjögurra ára fresti á Íslandi með tilstyrk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

· Gagnasett rannsóknarinnar er alþjóðlega samanburðarhæft og verður aðgengilegt almenningi til greininga án kostnaðar.

· Mælaborð um velferð barna á Íslandi er í smíðum hjá vinnuhópi á vegum barnamálaráðuneytisins sem byggist á gögnum rannsóknarinnar. Fulltrúar Kópavogsbæjar eru þátttakendur í vinnuhópnum. Mælaborðið verður gert aðgengilegt sveitarfélögum að lokinni fyrstu fyrirlögn sem fyrirhuguð er í apríl. Með mælaborðinu fæst saman-burðartölfræði milli sveitarfélaga um velferð barna.

· Í fyrstu fyrirlögn verða áhrif og upplifun barna af covid metin.

· Samkvæmt samstarfssamningi Kópavogsbæjar og barnamálaráðuneytisins var rekstur mælaborðs barna að öllu leyti yfirfærður til barnamálaráðuneytisins.

· Ráðgert er að rannsóknin verði í fimm ára hringrás þar sem spurningalistakannanir eru lagðar fyrir nemendur í grunnskólum á hverju ári, framhaldsskólum annað hvert ár og fyrir einstaklinga utan skóla á aldrinum 18-24 ára fjórða hvert ár.

· Um tímamót í æskulýðsrannsóknum er að ræða þar sem í fyrsta skipti mun æskulýðsrannsókn einblína á greiningu upplýsinga frá ungu fólki utan skóla.

· Spurningalistakönnunin tekur til heilsu, lífskjara og vímuefnaneyslu barna og ungs fólks.

· Æskulýðsrannsóknir í Kópavogi hafa verið á vegum Rannsókna & greiningu. Samningur við Rannsóknir & greiningu gildir til og með 2022. Árið 2022 fer rannsókn meðal nemenda í 8.-10. bekk fram. Með því er tryggt að ekki verði rof á söfnun æskulýðsgagna í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar