Lokun vegna malbiksfræsinga föstudaginn 21.maí

Tímabundnar lokanir og truflanir á umferð verða á Fífuhvammsvegi til vesturs á milli hringtorgs við Lindarveg og brú á Reykjanesbraut föstudaginn 21. maí á milli kl. 9:00 og 14:00 vegna malbiksfræsinga. Ökumönnum er bent á hjáleiðir um Skógarlind og Arnarnesveg á meðan framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Mynd: Hjáleið um Skógarlind og Arnarnesveg 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar