Lokahátíð Skapandi sumarstarfa vel sótt

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa var haldin í Molanum ungmennahúsi við Hábraut 2 en þar deilir listafólk afrakstri sumarsins fyrir gesti og gangandi, áhugasama og forvitna sem langar að kynna sér það athyglisverðasta í íslensku grasrótinni.

Dagskrá hátíðarinnar stóð yfir frá 17 til 20 fimmtudag 22. júlí og var húsið stútfullt af áhugasömum listunnendum allan tímann. Vel var gætt að sóttvörnum vegna kunnugra aðstæðna í samfélaginu. Atriðunum var dreift á milli hæða svo allir kæmust fyrir enda margir forvitnir um starfið. Listin teygði sig alla leið niður í bílakjallara hússins þar sem plötusnúður þeytti skífum og skart og skúlptúrar voru til sýnis.

Lokahátíðin í ár var umfangsmikil en sýnd voru 20 verkefni á hátíðinni sem að baki stóðu 29 listamenn. Listaverkin voru jafn ólík og þau voru mörg en meðal þeirra voru barnatónbókverk um snigla, stuttmynd um sérfræðinga, skúlptúrar gæddum sveppum, smásögur, ljóðabækur og margt fleira.

Gestir og gangandi voru hæstánægðir með viðburðinn enda tryggði fjöldi og fjölbreytileiki listamanna að allir gætu fundið eitthvað að þeirra skapi. Skapandi sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 18-25 ára einstakt tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins