Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi

Skapandi sumarstörf í Kópavogi vekja athygli á lista- og uppskeruhátíð sem haldin verður í Molanum og Gerðarsafni í Kópavogi á morgun, fimmtudaginn 22. júlí 2021. Dagskráin stendur frá kl. 17-20.

Starfið veitir ungu listafólki á aldrinum 18-25 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar voru starfrækt 21 spennandi og ólík verkefni, og stóðu að baki þeim 34 listamenn úr mismunandi miðlum.

Á dagskránni má sjá silfursmíði og myndlistasýningar, hlusta á sjávarsinfóníu úr upptökum frá hvölum, útvarpsleikrit, tónlistargjörninga og margt fleira. Þetta eru flest verkefni sem starfað hafa innan Skapandi Sumarstarfa í Molanum frá upphafi og því stór og skemmtileg hátíð í vændum.

Á lokahátíðinni munu listamennirnir deila afrakstri sumarsins fyrir gesti og gangandi, áhugasama og forvitna sem langar að kynna sér það athyglisverðasta í íslensku grasrótinni. Þetta er í raun einstakur viðburður í miðbæ Kópavogs.  

Verið hjartanlega velkomin á þessa kraumandi hátíð, við tökum vel á móti ykkur í Molanum, að Hábraut 2 í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins