Lokað vegna malbiksframkvæmda

Í dag, mánudaginn 8. júlí millil kl. 9:00 og 13:00 er fyrirhugað að malbika Breiðahvarf á milli Vatnsendavegar og Funahvarfs og verður götuhlutinn lokaður á meðan framkvæmdum stendur. Bráðabirgða hjáleiðir verða út úr hverfinu um reiðveg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs. Nauðsynlegt er að sýna aðgæslu og halda hraða í hófi þegar ekið er um hjáleiðirnar.

Ekki verður hægt að aka inn í hverfið á meðan framkvæmdum stendur

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.

Mynd: Hjáleiðir vegna malbikunarframkvæmda

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar