Lokað vegna malbiksframkvæmda

Í dag, mánudaginn 8. júlí millil kl. 9:00 og 13:00 er fyrirhugað að malbika Breiðahvarf á milli Vatnsendavegar og Funahvarfs og verður götuhlutinn lokaður á meðan framkvæmdum stendur. Bráðabirgða hjáleiðir verða út úr hverfinu um reiðveg neðan Fákahvarfs og um göngustíg milli Fornahvarfs og Grandahvarfs. Nauðsynlegt er að sýna aðgæslu og halda hraða í hófi þegar ekið er um hjáleiðirnar.

Ekki verður hægt að aka inn í hverfið á meðan framkvæmdum stendur

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokuninni kann að hljótast.

Mynd: Hjáleiðir vegna malbikunarframkvæmda

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins