Lokað vegna malbiksfræsinga við Dalsmára

Fimmtudaginn 22. júní frá kl. 13:00 til 17:00 verður Fífuhvammsvegur til austurs á milli aðreinar að Hafnarfjarðarvegi og Dalsmára lokaður vegna malbiksfræsinga við Dalsmára. Hjáleið er um Arnarnesveg og Smárahvammsveg. Umferð til vesturs verður óheft þótt búast megi við skammvinnum truflunum á hringtorginu rétt á meðan vinna fer þar fram.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar