Listin að dvelja í augnablikinu | macramé

Katla Marín, macramé listakona og meistaranemi í sálfræði vakti mikla lukku í Menning á miðvikudögum s. l. miðvikudag. Áhugasamar og forvitnar konur mættu og spjölluðu við listakonuna og lærðu í leiðinni grunnhnúta macramé listarinnar. Gaman var að sjá aldagamla list lifna við á Bókasafni Kópavogs og það skemmtilega er, allir sem geta hnýtt hnúta geta mjög líklega lært að búa til hin ótrúlegustu listaverk úr macramé garni. Katla Marín er bæði á Instagram (Heklamacrame) og með heimasíðu ef fólk hefur áhuga á að sækja sér frekari upplýsinga og kynna sér málið betur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar