Lindaskóli í úrslit Skólahreystis

Lindaskóli stóð sig frábærlega í Skólahreysti grunnskóla um miðjan maí, en þá sigraði skólinn sinn riðil örugglega og er kominn í úrslit keppninnar. Í riðli Lindaskóla voru 12 skólar af Suðvesturhorninu og Vesturlandi.

Krakkarnir sem keppa fyrir hönd Lindaskóla eru:
Markús Birgisson upphífingar (2) og dýfur (1), Margrét Lea Gísladóttir armbeygjur (2) og hreystigreip (4), Lúkas Magni Magnason hraðabraut (1) og Katrín Hekla Magnúsdóttir hraðabraut (1).

Úrslitakeppnin fer fram á laugardaginn, 29. maí og verða hún sýnd beint á RÚV. Samkvæmt þjálfara krakkanna þá hafa þau verið mjög duglegir að æfa sig og uppskáru eftir því í riðlakeppninni. Þau hafa svo verið og verða í stífum æfingum fram að úrslitum.

Mynd: Frábær! Markús, Katrín, Margrét Lea og Lúkas Magni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar