Líf og fjör á öskudaginn

Í kringum öskudaginn hér áður fyrr tíðkaðist að fasta en öðru máli gegnir um siðinn á Íslandi í dag. Dagurinn einkennist meira af söng, gleði og ánægju yfir vel unnu starfi (að safna sælgæti fyrir söng) en að fasta.

Líf og fjör var sannarlega á aðalsafni bókasafnsins á öskudaginn í síðustu viku og margir frábærir búningar krakkanna fengu að njóta sín við vel æfð lög. Veðrið lofaði alls ekki góðu og bjóst starfsfólk ekki endilega við mörgum börnum en þau létu svell, rigningu og lægð ekki á sig fá!

Stelpurnar á bókasafninu tóku að sjálfsögðu þátt í fjörinu. F.v. Hulda Sverrisdóttir, Bylgja Júlíusdóttir, Gréta Björg Ólafsdóttir, Ásta Sirrí Jónasdóttir og Íris Dögg Sverrisdóttir

,,Það var frábært að fá syngjandi börn í búningum í heimsókn og þökkum við kærlega fyrir komuna,” segir Kolbrún Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri fræðslu, viðburða og miðlunar á Bóka-safni Kópavogs.

Unga stúlkan sem myndin er af og fylgir fréttinni ákvað að leika listir sínar á fiðlu í stað þess að nota röddina og stóð sig með prýði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar