Lesið á milli línanna | bókaklúbbur

Komdu í létt spjall í bókaklúbbnum Lesið á milli línanna á aðalsafni Bókasafns Kópavogs n. k. fimmtudag, 4. nóvember. Fjallað verður um bækurnar Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur og Að telja upp í miljón eftir Önnu Hafþórsdóttur og eru allar hressar konur boðnar velkomnar sem vilja hittast og eiga notalegar samræður um bókmenntir.

Lesið á milli línanna er á dagskrá fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16.30 og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu bókasafnsins og Facebook-síðu klúbbsins, Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar