Lesið á milli línanna

Næsti fundur hjá bókaklúbbnum Lesið á milli línanna á aðalsafni Bókasafns Kópavogs er á dagskrá fimmtudaginn 1. desember kl. 16:30. Teknar verða fyrir bækur rithöfundarins Colleen Hoover í þetta sinn, þá sérstaklega bókin Þessu lýkur hér sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og um allan heim. Ef tími gefst til þá verður spjallað um þær jólabækur sem þátttakendur í hópnum hafa náð að lesa. Verið innilega velkomnar!

Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesnar eru ein til tvær bækur sem eru síðan ræddar fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar