Lesið á milli línanna

Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna á Bókasafni Kópavogs er fyrir hressar konur á öllum aldri sem vilja hittast og spjalla um yndislestur á léttum nótum. Lesnar eru ein til tvær bækur sem eru síðan ræddar fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Næsti fundur er á dagskrá 3. mars kl. 16:30 á aðalsafni og verða bækurnar Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur og Sonur minn eftir Alejandro Palomas teknar fyrir. Allar konur eru velkomnar á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar