Bókaklúbburinn Lesið á milli línanna á Bókasafni Kópavogs er fyrir hressar konur á öllum aldri sem vilja hittast og spjalla um yndislestur á léttum nótum. Lesnar eru ein til tvær bækur sem eru síðan ræddar fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Næsti fundur er á dagskrá 3. mars kl. 16:30 á aðalsafni og verða bækurnar Fíkn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur og Sonur minn eftir Alejandro Palomas teknar fyrir. Allar konur eru velkomnar á meðan húsrúm leyfir.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins