Lengi býr að fyrstu gerð – foreldramorgunn

Á foreldramorgni á aðalsafni Bókasafns Kópavogs þann 16. febrúar n. k. kl. 10:00 verða Helena Rut Sigurðardóttir og Rakel Guðbjörnsdóttir, foreldra- og uppeldisfræðingar með erindi um foreldra sem fyrirmyndir barna sinna. 

Helena og Rakel skoða uppeldi út frá því umhverfi sem foreldrar búa við og fara yfir hvernig markmið foreldris og barns geta verið ólík í mismunandi aðstæðum. Spurningum eins og hvernig hefur fyrri reynsla áhrif á hegðun foreldra gagnvart börnunum og hvernig má lesa í aðstæður hér og nú og bregðast í kjölfarið við hegðun á þann hátt sem við ætlum okkur verður velt upp ásamt fleirum.

Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. 
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar