Leikskólinn Grænatún fagnaði fjörtíu ára afmæli

Leikskólinn Grænatún fagnaði fjörtíu ára afmæli á vorhátíð sem haldin var á dögunum. Hátíðin byrjaði utandyra með skemmtiatriðum frá hverri deild leik-skólanum fyrir foreldra og systkini. Að þeim loknum var opið hús og veitingar.

Leikskólanum voru færðir gjafir og blóm frá menntasviði bæjarins og bæjarstjóra, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Grænatún tók til starfa árið 1984 og stendur í samnefndri götu. Mikið er sungið í leikskólanum, farið í útikennslu og þá er Grænatún einn leikskóla sem hefur tekið þátt í þróunarverkefni um málörvun. Þrjár deildir eru í Grænatúni. Leikskólastjóri er Sigríður Ólafsdóttir.

Mynd: Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri heimsótti Grænatún á afmælinu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar