Leikskóli er ekki puntstrá

Öll sveitarfélög eru með svokölluð gæluverkefni. Þekktustu gæluverkefni Kópavogs eru líklega fjögur. Tvö glæsileg fjölnota íþróttahús Fífan og Kórinn þar sem æfðar eru íþróttir, haldnar sýningar og risa tónleikar. Svo er það Salurinn þar sem flest af efnilegasta tónlistarfólki landsins hafa einhvern tímann stigið á svið. Síðast en ekki síst er það Gerðarsafn þar sem hver glæsisýningin hefur tekið við af annarri. Þekktustu gæluverkefni Reykjavíkurborgar þessa daganna eru líklega puntstráin við Braggann og komandi pálmatré í Vogabyggð. 
          
Síðan eru það gæluverkefni sem allir líta á sem grunnþjónustu eins og leikskólar. Það að byggja leikskóla frá grunni kostar ekki undir einum milljarði.  Það að reka leikskóla kostar frá 250 milljónum upp í rúmlega 400 milljónir á ári. Allt eftir stærð skóla. Þetta er grunnþjónusta sem öll sveitarfélög vilja veita og standa sig vel í. Ríkið þarf að sjá til þess að sveitarfélögin hafi tekjustofna til að gera ennþá betur í þessum málaflokki. Sveitarfélögin í landinu hafa sýnt að þeim er treystandi fyrir verkefnum og við í Kópavogi gerum það vel. Það eru hins vegar stöðugt að aukast kröfurnar sem ríkið setur á sveitarfélög bæði varðandi menntun, húsnæði, leiktæki og lóðir. Þó svo að reglugerð um barngildi hafi verið felld úr gildi fyrir mörgum árum þá er enn unnið eftir henni og krafan er alltaf að gera betur.  Þetta snýst um að ríkið gefi eftir hluta af fjármagnstekjuskatti til sveitarfélaga og hætti að slá sig til riddara með gæluverkefnum. Það er þegar  ljóst og viðurkennt í þjóðfélaginu að leikskóli er eitt af grunnverkefnum sveitarfélaga, ríkið og sveitarfélögin þurfa að taka höndum saman og sinna þessu verkefni af myndarskap.

Ómar Stefánsson, óskar eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-flokksins þann 12. mars.

Nánar á: omarstef.net

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar