Leikfélagi Kópavogs verður óheimilt að selja eða veðsetja fasteign sína í Funalind

Aðalfundur Leikfélag Kópavogs verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 6. júní og þar verða lagðar fram tillögur að nokkrum lagabreytingum m.a. verður leikfélaginu óheimilit að selja eða veðsetja fasteignina sína að Funalind 2 í Kópavogi, án samþykkirs bæjarstjórnar Kópavogs og skal þessari kvöð þinglýst á eignina.

Þá er einnig lagt til að ef félagið verði lagt niður þá fer húseign félagsins til Kópavogsbæjar. Aðrar eignir þangað sem slitafundur félagsins ákveðjur. Samþykki allra félagsmanna þarf við slit á félaginu.

67 ára og eldri ekki lengur undanþegnir greiðslu félagsgjalds

Þá hafa félagar 67 ára og eldri verið undanþegnir greiðslu félagsgjalda, en lagt er til að það falli út.

Eins og áður segir veður aðalfundur Leikfélags Kópavogs fyrir árið 2023 haldinn 6. júní kl. 19.30 í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar