Samkomulag hefur verið gert í bæjarráði Kópavogs um að laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi og annarra bæjarfulltrúa muni ekki hækka samkvæmt þróun grunnvísitölu júnímánaðar 2023, en samkvæmt ráðningarsamningi bæjarstjóra á fjárhæð launa að taka breytingum 1. júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu sem útgefin er af Hagstofu Íslands og skal miða við grunnvísitölu júnímánaðar 2023 eins og áður segir.
Bæjarráð Kópavogs hefur því samþykkt að laun bæjarstjóra, kjörinna fulltrúa og annarra þeirra er fylgja þróun launavísitölu í júlí ár hvert, taki engum breytingum 1. júlí n.k.
Launin Ásdísar hefðu átt að hækka um 9%
Launavísitala fyrir júní 2023 hefur ekki verið útgefin af Hagstofu Íslands en sé horft til vísitölu sem síðast var útgefin fyrir aprílmánuð hefðu laun bæjarstjóra átt að hækka um sirka 9% hefði ekki komið til ofngreinds samkomulag.
Mynd: Laun bæjarstjórnar Kópavogs og bæjarstjóra munu ekki hækka í samræmi við breytingar á launavísitölu sem útgefin er af Hagstofu Íslands og skal miða við grunnvísitölu júnímánaðar 2023.