Langar þig í heimalagaðan ís? Komdu og fáðu lánaða ísvél á Bókasafni Kópavogs!

Munasafn | Reykjavík Tool Library opnaði á 2. hæð aðalsafns Bókasafn Kópavogs s. l. laugardag og er þetta fyrsta safnið sinnar tegundar á Íslandi. Safnið virkar ekki ósvipað og bókasafn og gerir notendum sínum kleift að fá lánaða ýmsa nytsama hluti eins og til dæmis ísvél og verkfæri. Fara útlánin fram með sjálfsafgreiðslu og borga meðlimir munasafns árgjald. Fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu til að opna fleiri munasöfn á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal á Borgarbókasafni og munu þau söfn opna á næstu mánuðum.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um safnið hér: https://www.munasafn.is/. Bjóðum við gesti og gangandi velkomin til að kíkja við og kynna sér málið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar