Landsmót íslenskra barnakóra í Smáraskóla

Landsmót íslenskra barnakóra verður haldið í 21.sinn næstu helgi í Smáraskóla. Þar verða stífar æfingar um helgina. Gleðin verður þó í fyrirrúmi enda er syngjandi barn hamingjusamt barn. 

Búist er við um 250 börnum víðsvegar af landinu. Þema mótsins er Eurovision og við munum æfa allt frá Gleðibankanum til Power og margar aðrar Eurovisionperlur. Einnig verður frumflytt nýtt verk eftir Örlyg Benediktsson, Þorgeirsboli snýr aftur, sem samið var sérstaklega fyrir Landsmótið. 

Mótinu lýkur á sunnudeginum með ókeypis lokatónleikum í Digraneskirkju sem hefjast klukkan 14:00. Allir hjartanlega velkomnir. Forseti Íslands mun ávarpa lokatónleikana.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar