Lambakonfekt á bóndadaginn

Bóndadagurinn er í dag, 21. janúar og kgp.is fékk snillingana í Kjötkompaní til að deila góðum eldunarleiðbeiningum fyrir lambakonfekt, sem ætti að hitta í mark fyrir bóndann á bóndadaginn.

Stillið grillið á meðalhita og raðið konfektinu á grillið, það er gott að hafa þolinmæði í þetta og elda á meðalhita því ekki viljum við brenna þetta lostæti. Gott er að velta konfektinu í ca 8 mínútur á grillinu og setja jafnvel á efri hæðina á grillinu í 3 – 4 mínútur, á hitaminna svæði ef þið eruð með þannig grill.

Hvítlauks limesósa (köld)
200 g majones
100 g sýrður rjómi
6 g salt
20 g hvítlauksolía
Safi úr hálfu, fersku lime Fersk steinselja, fínt söxuð

Aðferð
Öllu blandað saman og hrært vel, sósan er best þegar hún hefur fengið að vera á kæli yfir nótt.

Vöðvinn

Lambakonfektið er lambakór-óna skorin milli rifja. Mikilvægt er að lambakórónan sé tekin úr hrygg sem er um 3 kg eða þyngri og að hryggurinn sé búinn að vera í um 2 vikur í kæli.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins