Lærðu að hekla

Við rifjuðum upp prjónahandtökin með konum úr Hannyrðaklúbbnum Kaðlín á aðalsafni Bókasafns Kópavogs fyrir nokkru síðan og nú er komið að því að prófa sig áfram með hekl. Þann 26. október n.k. taka konur úr Kaðlín vel á móti byrjendum sem og lengra komnum heklurum í kennslu í hekli. Kíktu við, hvort sem þig langar að halda áfram með teppið sem þú byrjaðir á fyrir 10 árum síðan eða ert að fitja upp á fyrstu lykkjunni. Kennslan hefst kl. 16:00 í handavinnuhorni safnsins á 2. hæð og eru gestir beðnir um að hafa heklunál og garn meðferðis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar