Frábærlega falleg kyrrðarrými eru komin í barnadeildina á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Kyrrðarrýmin eru til þess hönnuð að hægt er að skríða inn á hálfgerða skel með bókina sína, halla sér útaf og finna sér frið frá umheiminum um stund. Á bak við kyrrðarrýmin stendur hönnunarteymið ÞYKJÓ sem vinnur náið með listafólki, vísindafólki og öðrum fræðingum til að hanna fyrir börn og með börnum. Lögð er áhersla á innblástur frá náttúrunni, notkun náttúrulegra efna, endurnýtingu og að nýta innlenda fagþekkingu. Bak við hönnunarteymið eru Sigríður Sunna Reynisdóttir, Ninna Þórarinsdóttir, Erla Ólafsdóttir og Sigurbjörg Stefánsdóttir og eru þær staðarlistamenn Menningarhúsanna í Kópavogi árið 2021. Hönnunarteymi ÞYKJÓ er margt til lista lagt og ekki ólíklegt að teymið komi að viðburðum á bókasafninu í sumar. Kíkið við í kyrrðarrými á bókasafninu, njótið og eigið notalega stund saman.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins