Kynntust 5 ára gamlar og opna nú saman snyrtistofu á Kársnesinu

Á Kársnesinu, nánar tiltekið að Hafnarbraut 9a, hefur Skinn Snyrtistofa tekið til starfa, en hér er á ferðinni glæný snyrtistofa sem Kópavogsbúarnir þær Svava Kristín og Berglind Valberg hafa opnað.

Þær vinkonurnar kynntust í Skólagerðinu 5 ára gamlar og hefur sú vinátta fylgt þeim allar götur síðan. Hvor um sig hafa þær starfað við snyrtifræði um langt árabil og hafa báðar lokið meistarprófi í greininni. Umræðan um að opna saman snyrtistofu hafði oft komið til tals og ákváðu þær loksins að slá til og láta gamlan draum sinn verða að veruleika þegar þeim bauðst tækifæri á að setja upp snyrtistofu á Kársnesinu á síðasta ári og opnaði Skinn Snyrtistofa í lok síðasta árs. 

Mikið hefur verið lagt í að gera stofuna sem notalegasta með því að vanda vel til allra helstu þátta sem skipta máli við hönnun á slíku umhverfi.

Mikið hefur verið lagt í að gera stofuna sem notalegasta með því að vanda vel til allra helstu þátta sem skipta máli við hönnun á slíku umhverfi. Öll umgjörð tók mið af því að skapa einstakt andrúmsloft fyrir viðskiptavini stofunnar. Þær vinkonurnar eru afar stoltar af hvernig til tókst enda höfðu þær með sér mikið af frábæru fólki, en fremst í þeim flokki var önnur æskuvinkona þeirra, Hulda Aðalsteinsdóttir innanhússarkitekt hjá Kreatíva Teiknistofu.

Á Skinn Snyrtistofu er boðið uppá úrval Guinot andlitsmeðferða ásamt almennri fót- og handsnyrtingu sem og litun, plokkun og ýmsar vaxmeðferðir. Þá er hægt að fá ráðgjöf varðandi snyrtivörur í verslun þeirra þar sem í boði eru vörur sem unnið er með á stofunni eins og t.d. naglalökk frá Nailberry ásamt úrvali Guinot snyrtivara, en aðeins viðurkenndar Guinot snyrtistofur fá að vinna með og bjóða slíkar vörur til sölu. Guinot er háþróað franskt snyrtivörumerki sem hefur notið mikilla vinsælda hjá vandlátum viðskiptavinum vörumerkisins frá því það var stofnað fyrir rúmum 50 árum. 

Tímapantanir eru á noona.is/skinnsnyrtistofa og einnig er hægt að hringja í síma 547 5767.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar