Kynning í Hannyrðaklúbbnum Kaðlín

Kynning á flíkum úr nýjasta prjónablaði Lopa 41 verður í Hannyrðaklúbbnum Kaðlín þann 30. mars n. k. á 1. hæð aðalsafns kl. 14:00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Klúbburinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á hannyrðum, byrjendum sem lengra komnum. Hist er alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns, þátttakendur sinna flottri handavinnu og ná góðu spjalli. Heitt er á könnunni.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar á Facebook-síðu hópsins Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs en einnig er hægt að hafa samband við Grétu Björg Ólafsdóttur, [email protected].

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar