Kveðja frá bæjarstjóra Kópavogs

Símamótið er einn af hápunktum ársins hjá fótboltastelpum og við í Kópavogsbæ erum stolt af því að fá nú í fertugasta sinn flottan hóp iðkenda á þetta fjölmennasta fótboltamót landsins. 

Það má með sanni segja að bærinn iði af lífi þessa daga sem mótið stendur yfir. Mótið fer fram í Kópavogsdal og nú hin seinni ár einnig í Fossvogsdal. Aðstæður til fótboltaiðkunar eru mjög góðar á báðum stöðum eins og vera ber í íþróttabænum Kópavogi. 

Það er mikil upplifun eins og foreldrar þekkja að fara með börnin á fótboltamót og fylgjast með gleði iðkenda, samheldni, keppnisskapi, sigrum og tapi. Á Símamótinu er andrúmsloftið einstaklega skemmtilegt eins og ég þekki af eigin raun. Mótið er vel skipulagt af Breiðablik og þátttakendur njóta sín vel.

Mig langar til þess að hvetja mótsgesti til þess að njóta dagana í Kópavogi og nýta sér það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Sundlaugarnar okkar eru frábærar og útivistarsvæðin í bæði Kópavogsdal og Fossvogsdal til fyrirmyndar. Þá eru menningarhúsin okkar yndisleg heim að sækja.

Að lokum óska ég keppendum góðs gengis á Símamótinu, verið velkomin í Kópavog og góða skemmtun næstu daga.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins