Kröfur í heimabanka frá Kópavogsbæ

Stofnaðar hafa verið kröfur í heimabanka frá Kópavogsbæ vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda og heimilisþjónustu í júlí hjá íbúum sem hafa nýtt boðgreiðslur kreditkorta.

Ástæða þessa er breyting hjá þjónustuaðila þar sem þjónusta Kópavogsbæjar er flutt frá Valitor yfir til Straums. Rafræn tenging við nýjan þjónustuaðila, Straum, er ekki tilbúin vegna þess að ekki náðist að uppfæra vefþjónustu hjá bænum fyrir boðgreiðslurnar í tæka tíð. 

Vegna þessa verða þessar greiðslu innheimtar í gegnum heimabanka að þessu sinni en unnið er að því að koma á tengingum þannig að í ágúst verði skuldfært á kreditkort fyrir þessum reikningum.

Kópavogsbær biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta skapar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins