Kristján Jóhannsson sérstakur gestur á boðstónleikum fyrir eldri borgara í Salnum

Sönghópurinn I Primi og lista- og menningarráð Kópavogs bjóða eldri borgurum í Kópavogi á tónleika í Salnum fimmtudaginn 3. júní. I Primi er léttklassískur kvartett sem stofnaður var 2020. I Primi skipa Gunnar Björn Jónsson tenór, Þorsteinn Jóhannesson baritónn, Guðmundur Karl Eiríksson barítónn og Aðalsteinn Már Ólafsson bass-barítónn. Hópurinn kynntist fyrst við nám hjá Kristjáni Jóhannssyni og mun Kristján vera sérstakur gestur á tónleikunum.

Sönghópurinn I Primi ásamt Kristjáni Jóhannssyni

Allir meðlimir sönghópsins eiga það sameiginlegt að elska söng og að hafa húmor og lífsgleði sem mottó. Þeir hafa vandað vel til verka við val á sönglögum í efnisskránni og munu m.a. flytja sígild íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og bandarískar dægurperlur. Útsetningar eru bæði fyrir kvartett og einsöng og inniheldur tónlistin hæfilega blöndu af dramatík, ást, gleði og sorg.

Tónleikarnir eru fyrir eldri borgara í Kópavogi auk fylgdarfólks. Það er frítt inn meðan húsrúm leyfir en bóka þarf miða fyrirfram á www.salurinn.is eða í síma 441 7500.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar