Krambúðin hefur opnað í Búðakór

Krambúð hefur verið opnuð í Búðakór, þar sem Nettó var áður til húsa og þar var mikið fjör sl. föstudag, þegar formlegur opnunardagur var haldin með stæl, en þá voru í boði ýmis tilboð auk þess sem hægt var að snúa lukkuhjólinu og vinna vinninga.

Í tilkynningu Samkaupa, móðurfélags verslananna, segir að með Krambúð fái íbúar hverfisins sveigjanlegri opnunartíma og aukin þægindi. „Kórahverfið er hverfi sem hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár sem virðist ætla að halda áfram. Íbúar eru að miklu leyti fjölskyldufólk á ferðinni sem við vitum að Krambúðin getur þjónað vel,“ segir Haukur Benedikts- son, rekstrarstjóri Krambúðarinnar.

Þá má geta þess að Ísbúð Huppu verður opnuð í rýminu í janúar.

Krambúðarliðið! F.v. Haukur Benediktsson rekstrarstjóri, Róbert Arnar Sigurþórsson verslunarstjóri, Jón Steinar gæða- og þjónustustjóri, Kristín Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri, Gunnur Líf framkvæmdastjóri verslunar‑ og mannauðssviðs og Andrea Sif Þorvaldsdóttir markaðsstjóri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar