Kór Lindakirkju blæs til glæsilegra jólatónleika sunnudaginn 3. desember uppselt er kl. 20, en aukatónleikar verða sama dag kl. 17. Miðasala er á Tix.is
Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og mun kórinn meðal annars frumflytja nýtt jólalag eftir Áslaugu okkar Hálfdánardóttur sem er unnendum kórsins velkunn. Fjöldi kórmeðlima mun stíga á stokk og syngja einsöng og þar á meðal er júróvision stjarna okkar Íslendinga, Diljá Pétursdóttir.
Sérstakur gestur kórsins er Pálmi Gunnarsson.
Hljómsveitina skipa Brynjólfur Snorrason á trommur, Páll Elfar Pálson á bassa, Pétur Erlendsson og Davíð Sigurgeirsson á gítar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð og kór- og hljómsveitastjóri Óskar Einarsson en hann spilar einnig á píanó.