Kópur lýsir gangandi leið

Skemmtileg og öðruvísi gangbrautarljós hafa vakið mikla lukku í Kópavogi en um er að ræða kóp sem vikið hefur fyrir hinum gangandi græna karli.
 
Merkin voru sett upp í sumar í kjölfar hugmyndar frá ungum bæjarbúa sem kosin var inn í verkefnið Okkar Kópavog. Sett voru merki á gangbrautarljós á gatnamótum Dalvegar og Fífuhvammsvegar, gatnamótum Smárahvammsvegar og Fífuhvammsvegar og á gangbrautarljós við hringtorg á Fífuhvammsvegi við Dalsmára. 
 
Til stendur að setja önnur merki á fleiri gangbrautarljós í Kópavogi, þar á meðal dansandi fólk og hunda. 

Á Fífuhvammsvegi ofan Dalsmára má finna þessi skemmtilegu gangbrautarljós.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar